Hvað merkir "skal" á íslensku?

Á nú að kasta ryki í augu þjóðarinnar, enn einu sinni, varðandi skýringu á 26. gr. stjónarskráinnar okkar borgaranna (við eigum hana og hún tryggir rétt okkar gagnvart stjórnvöldum).

Téð lagagrein er einkar skýr og ber að túlka samkvæmt orðana hljóðan; í versta falli þröngt, en aldrei rúmt. Hún hljóðar svo (leturbreyting höfundar):

 "Ef Alþingi hefur samþykkt lagafrumvarp, skal það lagt fyrir forseta lýðveldisins til staðfestingar eigi síðar en tveim vikum eftir að það var samþykkt, og veitir staðfestingin því lagagildi. Nú synjar forseti lagafrumvarpi staðfestingar, og fær það þó engu að síður lagagildi, en leggja skal það þá svo fljótt sem kostur er undir atkvæði allra kosningarbærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar með leynilegri atkvæðagreiðslu. Lögin falla úr gildi, ef samþykkis er synjað, en ella halda þau gildi sínu."

Virtustu fræðimenn þjóðarinnar, fyrir daga 'fjölmiðlafrumvarpsstjórnarinnar', voru einhuga um að þegar Alþingi hefur afgreitt lagafrumvarp til forseta og hann synjað því staðfestingar, þá væri frumvarpið endanlega farið úr höndum Alþingis og færi þangað ekki aftur. Þeir þekktu og til merkingar orðsins "skal" og hvarflaði ekki að nokkrum þeirra að unnt væri að túlka stjórnarskrána með þeim hætti að Alþingi gæti afturkallað frumvarp með nýjum lögum !!! EN, nú er öldin önnur.

Ríkisstjórn Davíðs Oddssonar braut stjórnarskrána á freklegan hátt í meðförum á fjölmiðlafrumvarpinu. Ég vona að ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur geri ekki hið sama, enda varðar slíkt ábyrgð að lögum.

Í lokin þetta. Fari svo að þjóðin samþykki frumvarpið í þjóðaratkvæðagreiðslu, ber forseta að biðjast lausnar. Fari á hinn bóginn svo að þjóðin felli frumvarpið, þá ber ríkisstjórninni að segja af sér. Á þessu er tæplega skynsamlegur vafi. Þetta er grundvallarþáttur í stjórnskipan vestrænna ríkja, þ.e. þeirra sem trúa á lýðræði og byggja á kenningu John Locke um ríkisvald. Skyldi Ísland vera í þeim hópi?

   

xx


mbl.is Verður kosið um Icesave?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband