Launuð mótmæli, hvað annað á Íslandi?

Það er réttur hvers manns og hverrar stéttar að mótmæla, en væri ekki réttara að viðkomandi lögreglumenn færu úr einkennisbúningum sínum á meðan þeir gera svo? Ber okkur borgurunum að greiða fyrir mótmælastöðu lögreglumanna eða eiga þeir, líkt og aðrir, að gera þetta utan vinnutíma? Svari hver fyrir sig, en mér finnst þetta fremur ósmekklegt og í raun óeðlilegt. Hummm!
mbl.is Lögreglumenn mótmæla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

Það er nú mikil bjartsýni að ætla að allir þeir sem mættu í Borgartúnið hafi verið á launum. Mikill meirihluti þeirra var á frívakt. 

Það er þinn hagur og annarra borgara þessa lands að lögreglan sé skipuð vel launuðu fólki.

Eina sem er ósmekklegt er þesi færsla þín. Takk fyrir stuðninginn. 

Runólfur Þórhallsson (IP-tala skráð) 9.3.2010 kl. 14:33

2 identicon

Sammála þér Jónas , mér finnst það fullkomlega óeðlilegt að lögreglumenn mæti á tækjum lögreglunnar í mótmælastöðu , og það kemur hag borgara þessa lands ekkert við eins og Runólfur vill halda fram , geta þá bara mætt ef þeir eru á frívakt.

Jón Ágúst (IP-tala skráð) 9.3.2010 kl. 14:44

3 Smámynd: Sigurður Helgason

Runólfur ekki færð þú minn stuðning,,,,,,,,,,,

það þíðir lítið að berja á fólki og biðja svo um stuðning þess,

Sigurður Helgason, 9.3.2010 kl. 15:02

4 Smámynd: Skríll Lýðsson

Runólfur, lögregluþjónn á frívakt er í óleyfi ef hann klæðist búning sínum, honum má einungis klæðast á vakt.

Skríll Lýðsson, 9.3.2010 kl. 15:17

5 identicon

Ég styð lögregluna í kjarabaráttu þeirra.

Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 16.3.2010 kl. 08:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband