Orð í tíma töluð

Fagna ber því að dómarar leyfi sér að taka þátt í opinberri umræðu um vanda dómstólanna, sem er í raun vandi almennings, þ.e. þjóðarinnar. Dómstjórinn í Héraðsdómi Reykjavíkur hefur nú sem oftar lög að mæla. Um leið og stjórnvöld huga að því að fjölga dómendum til að takast á við þann þjófélagsvanda sem blasir við, væri einnig rétt að skoða hvort ekki sé sanngjarnt og rétt að skila núverandi dómurum til baka þeirri 15% launalækkun, eða í það minnsta hluta hennar, sem ríkisvaldið knúði fram fyrir u.þ.b. ári síðan. Með því móti myndu dómarar styrkjast í þeirri trú að störf þeirra séu einhvers metin af þjóðinni og jafnvel eiga auðveldara með að kyngja þeirri staðreynd að þeir þurfa iðulega að vinna fram á kvöld og um helgar í þágu almennings, án sérstaks endurgjalds. Þá er að sjálfsögðu rétt hjá dómstjóranum, og það krefst aðeins einfaldrar breytingar á nýjum sakamálalögum, að héraðsdómstólar eiga ekki að bera ábyrgð á afgreiðslu dómsgerða til Hæstaréttar í kjölfar áfrýjunar opinberra mála. Þetta er arfleifð liðinna tíma þegar skil milli ákæruvalds og dómsvalds voru óskýr. Hlutlaus dómstóll hefur enga hagsmuni af áfrýjun og hvorki á né má taka þátt í því ferli. Gagnvart almenningi og sakborningum þarf þetta að vera ljóst. Dómstóll á ekki að vinna störf ákæruvaldsins og allra síst að þjóna ákæruvaldinu sem vélritunarskrifstofa. Ef lýst er yfir áfrýjun er rétt að héraðsdómstólar sendi frumrit málsskjala, þingbókar- og dómsendurrit, sem og hljóðupptökur til ákæruvaldsins. Hvað ákæruvaldið síðan gerir við þessi gögn er héraðsdómi með öllu óviðkomandi. Hefði nú verið betra að þegja?
mbl.is Dómstólarnir eru tifandi tímasprengja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband