Ég slátra þér ef þú talar við mig!

Er búsettur í Brussel. Farandsölumaður bankaði uppá hjá mér í gær og bauð mér ódýrt nautakjöt til sölu. Sagði honum að halda kjafti og tala ekki meira við mig, annars myndi ég slátra honum. Viku áður var ég staddur í bílaumboði þegar starfsmaður vatt sér að mér og bauð mér nýjan bíl á hlægilegu verði. Sagði honum líka að halda kjafti, annars myndi ég slátra honum. Af hverju hagaði ég mér svona? Jú, ég er Íslendingur. Ég get allt, má allt og veit allt. Þarf ekki að hlusta á neitt bull. Svo er ég líka víkingur, og víkingar herja á aðrar þjóðir og skilja eftir sig sviðna jörð. Þeir eru sjálfstæðir, mega veiða eins marga hvali og þeir vilja, því þeir eru fullvalda. Þeir láta ekki útlendinga stjórna sér og vilja ekki taka þátt í samfélagi þjóða, sem er líka bull, enda er Ísland bestasta landið í öllum heiminum. Þess vegna skulum við "slátra ESB-kosningunni" eins fljótt og kostur er. Með því er tryggt að þjóðin fær aldrei að vita sjálf hvað var í boði við samningaborðið. Með því er líka tryggt að þjóðin fær aldrei sjálf að taka ákvörðun um eigin framtíð. En hvað þarf þessi rúmlega 300.000 manna þjóð líka að vita sjálf? Hún hefur 63 einstaklinga sem hugsa fyrir hana.  
mbl.is „Við slátrum ESB-kosningunni"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er alveg vitað hvað er í boði með umsókn í ESB. Sambandið hefur nýlega samþykkt stjórnarskrásáttmála og hefur fyrir mjög mikið og ítarlegt regluverk. Það þarf ekki að gera annað en að lesa það til að átta sig á því hvað Íslandi stendur til boða. Eina sem við vitum ekki eru tímabundnar undanþágur eða aðlögunarákvæði sem hvort sem er vara aldrei legnur en í tíu ár. Fólk lætur allt of mikið eins og þetta sé bland í poka samningur og þú vitir aldrei hvað kemur upp úr pokanum.

Að taka þátt í samfélagi þjóða er ekki bundið við inngöngu í esb. Fjöldi stofnanna og ráða sem Ísland er aðili að og hudnruði landa sem við eigum viðskipti við er þátta okkar í samfélagi þjóðanna.

Landið (IP-tala skráð) 17.11.2009 kl. 15:58

2 Smámynd: Halldóra Hjaltadóttir

Mér þykir þú sýna rasisma gegn eigin þjóð... Ég skal hjálpa þér að flytja, ef þú villt.

mbk HH

Halldóra Hjaltadóttir, 17.11.2009 kl. 16:23

3 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Mér finnst þessi framkoma hjá þér Jónas ,,ef rétt er,, ekki til að stæra sér af. Hún er í raun þér til skammar, og íslendingum í leiðinni. Lagaðu þetta og þú uppskerð virðingu frá samfélaginu. Kveðja.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 17.11.2009 kl. 16:34

4 identicon

þetta eru aldeilis málefnalegar umræður hjá þér kallinn minn ekki skil ég ef þér er svona illa við 'Islendinga sem vilja verja sína hagsmuni og það að þú búir hvort sem er erlendis hvað þú ert þá að fárast yfir þessu. ég vona bara að þú komir til með að hafa það gott þarna og bregðist ekki alltaf svona illa við því þegar einhver reynir að bjóða þér kostakjör

snorri (IP-tala skráð) 17.11.2009 kl. 18:11

5 identicon

Vona að það séu ekki margir eins og ÞÚ í henni Brussel. Ertu hræddur um að fá ekkert að starfa þar í framtíðinni Jónas? Etv. verður það bara þannig... Ekki mikil hjálp fyrir þjóðina í mönnum eins og þér sýnst mér á skrifunum. Held að þú ættir að sýna þjóð þinni meiri virðingu og biðja okkur lesendur þessa hörmulega texta afsökunar. Viltu ekki bara gerast eitthvað annað en íslendingur!

Sólveig Dagmar Þórisdóttir (IP-tala skráð) 18.11.2009 kl. 01:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband